Í vetur hafa tvær æskulýðsdeildir hist í Hveragerðiskirkju á fimmtudögum. Annars vegar yngri deild (fyrir 9-12 ára) og hins vegar unglingadeild fyrir 13-16 ára. Á dagskrá fundanna hafa verið margvíslegir leikir, sem reyna jafnt á líkama og huga. Hóparnir lesa og ræða biblíusögur á hverjum fundi, koma saman með góðum vinum og hafa það gaman saman.
Báðar deildirnar voru með páskaeggjabingó á dagskránni fimmtudaginn 22. mars, spennan var mikil og allir vonuðust eftir góðum vinningi. Hægt er að sjá gleðina og spenninginn í andlitum barnanna á myndum dagsins sem má sjá á Facebook síðu KFUM og KFUK á Íslandi.
—
Myndir og texti frá Elena Romanenko, EVS sjálfboðaliða hjá KFUM og KFUK á Íslandi.