Í kvöld, þriðjudaginn 20. mars, verður fundur hjá Aðaldeild KFUK í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík, kl. 20. Fundur kvöldsins verður sérstaklega tileinkaður söng, og yfirskrift fundarins er „..Því söngurinn gæddi það gleði..“ og er efni hans í höndum mæðgnanna Önnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, Erlu Bjargar Káradóttur og Rannveigar Káradóttur.
Þórdís Klara Ágústsdóttir stjórnar fundinum. Að vanda verður boðið upp á kaffi og meðlæti í lok hans.
AD-nefnd KFUK býður allar konur hjartanlega velkomnar á fundinn og hlakkar til að sjá sem allra flestar.