Í kvöld, þriðjudaginn 21. febrúar, verður fundur hjá AD (Aðaldeild) KFUK, kl.20, í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík.
Yfirskrift fundarins er „Að skarta sínu fegursta – þráður sem tengir kynslóðirnar saman“, en gestir fundarins eru tvær konur á ólíkum aldri sem vinna báðar við skartgripagerð.
María Kristín Jónsdóttir hönnuður (f. 1977) segir frá því hvaða leið hún fór til að verða skartgripahönnuður. Hún segir einnig frá námi sínu í gullsmíði og því hvað hefur á daga hennar drifið.
Dóra Guðbjört Jónsdóttir, skartgripahönnuður (fædd 1930) mun einnig segja frá vinnu sinni við að hanna hefðbundið víravirki, sem er til dæmis að finna á upphlutum kvenna.
Þessar konur vinna báðar með „þráð” sem efnivið; Dóra vinnur með hefðbundið víravirki úr silfri en María Kristín hnýtir oft skartgripi úr efnisþræði .
Lilja Guðlaugsdóttir hefur orð og bæn í byrjun fundar og Helga Steinunn Hróbjartsdóttir, tengdamóðir Maríu Kristínar mun hafa hugleiðingu um Guðs orð í lok fundarins.
Fallegir söngvar verða sungnir og allar konur eru boðnar hjartanlega velkomnar og hvattar til að njóta kvöldsins saman á Holtaveginum.
Í lok fundar verður að venju boðið upp á kaffi og meðlæti á vægu verði.