Á þriðjudaginn 28. febrúar kl. 17:30 er komið að öðru fræðslukvöldi æskulýðssviðs KFUM og KFUK. Að þessu sinni er yfirskriftin: „Jesús – Hvern segja menn mig vera?“
Umsjón með fræðslukvöldunum hafa þeir Jón Ómar Gunnarsson æskulýðsprestur KFUM og KFUK, og Halldór Elías Guðmundsson æskulýðsfulltrúi félagsins.
Æskulýðssvið KFUM og KFUK býður upp á mánaðarleg fræðslukvöld yfir vetrarmánuðina (september-desember og janúar-apríl) undir yfirskriftinni „Viltu vita meira?“ Á samverunum er glímt við hugtök og hugmyndir kristinnar trúar á opin og skemmtilegan hátt.