1899
KFUM starf fyrir drengi var stofnað 2. janúar í Framfarafélagshúsinu við Vesturgötu 51.
Fyrsti drengjafundurinn var haldinn í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.
KFUK starf fyrir stúlkur var stofnað 29. apríl í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.
1901
KFUM var stofnað í Keflavík og Ytri-Njarðvík
KFUM keypti Melsteðshús Lækjargötu 2 í Reykjavík.
1902
Aðaldeild KFUM var stofnuð í Melsteðshúsi 2. janúar.
Fyrsta stjórn KFUM var mynduð og fyrstu lög félagsins samþykkt.
1903
Sunnudagaskóli KFUM var stofnaður í Melsteðshúsi 8. mars.
Almennar samkomur hófust í Melsteðshúsi
1904
Melsteðshús var selt.
1906
Byrjað var að halda saumafundi í KFUK
Stjórnarnefnd var kosin í KFUK og samþykkt fyrstu lög félagsins.
Keypt var lóðin við Amtmannssíg 2b og bygging félagsheimilis hafin um vorið.
1907
Hús KFUM og KFUK við Amtmannssíg 2b var vígt 28. mars.
1908
Fyrsta stjórn KFUK var valin af sr. Friðrik í lok nóvember til að koma skipulagi á starf félagsins.
1909
Stjórn KFUK var kosin af félagskonum í fyrsta sinn í 5. febrúar.
Basar KFUK var haldinn í fyrsta sinn 11. desember.
1910
Ingibjörg Ólafsson var ráðin framkvæmdastjóri KFUK
1911
KFUK og KFUK var stofnað í Hafnarfirði
Knattspyrnufélagið Valur var stofnað í Reykjavík
KFUM starf hófst á Akranesi
1912
Sjúkrasjóður KFUK var stofnaður
Jarðræktarflokkur KFUM byrjaði starfsemi í Laugarnesi.
1913
Skátafélag KFUM, Væringjar hóf starf
1917
Byggingarsjóður KFUM og KFUK var stofnaður
1918
KFUM í Hafnarfirði keypti húsið Bristol við Suðurgötu 24
1919
KFUM var stofnað á Þingeyri (starfaði 1919-1936)
1920
Væringjar reistu skátaskála í Lækjarbotnum
1921
Sumarbúðasjóður var stofnaður vegna Kaldársels
Kvöldskóli KFUM hóf reglulega starfsemi
1922
Skátadeild KFUK var stofnuð í Reykjavík
1923
Sumarstarfið hófst í Vatnaskógi
KFUM var stofnað á Sauðárkróki
1924
KFUM var stofnað í Vestmannaeyjum
1925
Skálinn í Kaldárseli var vígður 25. júní
1928
Hús KFUM og KFUK við Hverfisgötu 15 í Hafnarfirði var vígt 16. desember.
1929
Skógarmannaflokkur KFUM og Skálasjóður voru stofnaðir
1931
Knattspyrnufélagið Haukar var stofna innan KFUM í Hafnarfirði
1932
KFUM var stofnað í Hnífsdal
1933
KFUM var stofnað á Ísafirði
1938
Sumarstarf KFUK í Straumi hófst (starfaði 1938-1942)
1939
Sumarstarf KFUK í Reykjavík og Skálasjóður var stofnað
1940
Kristrún Ólafsdóttir á Akranesi hóf sumarstarf fyrir stúlkur í Skátafelli við Akrafjall
1941
Kristniboðsflokkur KFUK var stofnaður
1942
Æskulýðsstarf hófst í Laugarnesi (í Drengjaborg)
Salur KFUM í Frón Vesturgötu 35 á Akranesi var vígður 17. nóvember
1943
Gamli skáli í Vatnaskógi var vígður 1. ágúst
1945
Sumarbúðir í Króki í Vestmannaeyjum voru vígðar
Sumarstarf KFUK hófst í Botnsdal
1946
Skógrækt hófst í Vatnaskógi
1947
Sumarstarf KFUK hófst í Vindáshlíð (í tjöldum)
1949
Fyrsta stjórn sumarstarfs KFUK í Reykjavík var skipuð
Skálinn í Vindáshlíð var reistur
Kapellan í Vatnaskógi var vígð
1950
Barnasamkomur KFUM hófust í Kópavogi (í Barnaskóla Kópavogs)
1951
Barnasamkomur hófust í Fossvogskirkju (undanfari starfs í Langagerði)
1952
Sumarbúðastarf hófst í Ölveri
1953
Landssamband KFUM var stofnað 4. janúar
Félagsheimili KFUM og KFUK við Kirkjuteig 33 var vígt 3. maí
Drengjaborg var flutt úr Laugarnesi að Langagerði 1
1954
Æskulýðsstarf hófst í Langagerði (í Drengjaborg)
Skógarmannafundir hófust í Keflavík
1957
Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd var flutt í Vindáshlíð
1959
Hallgrímskirkja í Vindáshlíð var endurvígð 16. ágúst
1960
Styttan af sr. Friðrik Friðrikssyni var sett upp í Vatnaskógi
1962
KFUM og KFUK í Reykjavík keyptu félagsheimilið við Holtaveg
Æskulýðsstarf hófst á Holtavegi
1965
Sumarbúðirnar á Hólavatni voru vígðar 20. júní
1969
Barnasamkomur KFUM og KFUK hófust í vinnuskála við Þórufell
1970
Leikja/íþróttakvöld UD hófust á Holtavegi (á sumrin)
1971
Æskulýðsstarf hófst á Seltjarnarnesi
Æskulýðsstarf hófst í Garðahverfi (Garðabæ)
Gullfossferð YD KFUM var farin 9. maí
1972
Félagshús KFUM og KFUK við Maríubakka var tekið í notkun
1973
UD starf hófst í Fellahelli í Breiðholti
1974
Félagsheimili KFUM og KFUK við Lyngheiði 21 í Kópavogi var tekið í notkun 23. nóvember
1975
Leikskóli KFUM og KFUK var stofnaður í Langagerði 1
1977
Fyrsti áfangi félagshúss við Garðabraut 1 á Akranesi var vígður 6. febrúar
Bókaútgáfan Salt (að hluta í eigu KFUM og KFUK) byrjaði starfsemi
Æskulýðsstarf hófst í Lundarskóla á Akureyri
Æskulýðsstarf hófst í Sandgerði
1978
Flugleiðaferð YD KFUM og KFUK
Landssamband KFUM og KFUK var stofnað 9. september
Æskulýðsstarf hófst í Glerárskóla á Akureyri
1981
KFUM og KFUK keyptu félagsheimilið að Hátúni 36 í Keflavík
1982
Æskulýðsstarf hófst í Seljahverfi í Breiðholti
1984
Félagsheimili KFUM og KFUK í Keflavík var vígt 29. janúar
1985
Félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á Akureyri var vígt 17. mars
1987
KFUM og KFUK á Akranesi var sameinað í eitt félag
1989
Sæludagar um verslunarmannahelgi voru haldnir í fyrsta sinn í Vatnaskógi
Félagsheimili KFUM og KFUK við Suðurhóla í Reykjavík var vígt 7. september
1990
Hús KFUM og KFUK við Amtmannsstíg 2B í Reykjavík var afhent nýjum eigendum
Félagsheimili KFUM og KFUK við Holtaveg var breytt í skrifstofuhúsnæði
Unglingaflokkur í Vatnaskógi fyrir stráka og stelpur haldinn í fyrsta sinn
1991
TenSing starf hófst í KFUM og KFUK i Reykjavík
Framkvæmdir hófust við nýtt félagshús KFUM og KFUK við Holtaveg
1992
Hitaveita kom í Vatnaskóg
Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir heimsótti Vatnaskóg
Fermingarnámskeið hófust í Vatnaskógi
1993
Bænastundir hófust í Loftstofunni, Austurstræti 20 í Reykjavík
Friðrikskapella á Íþróttasvæði Vals Hlíðarenda var vígð 25. maí
1994
Biblíuskólinn við Holtaveg hóf starfsemi (að hluta í eigu KFUM og KFUK)
Feðgahelgi var haldin í fyrsta sinn í Vatnaskógi
Félagsheimili KFUM og KFUK við Holtaveg var vígt 25. september
Miðbæjarstarf KFUM og KFUK í Austurstræti 20 hófst
1995
Æskulýðsstarf KFUM og KFUK hófst á Kópaskeri
Dagskrá fyrir leikskóla var í fyrsta sinn í Vatnaskógi
Félagshús KFUM og KFUK við Lyngheiði 21 í Kópavogi var selt
1996
Landssamband KFUM og KFUK varð fullgildur aðili að Evrópusambandi KFUM
Starf Skógarvina KFUM hófst
1997
Mæðgnahelgar byrjuðu í Ölveri
KFUM og KFUK opnuðu fyrstu heimasíðuna
1998
Miðborgarprestur KFUM og KFUK hóf starf
Æskulýðsstarf KFUM og KFUK hófst á Skagaströnd
Æskulýðsstarf KFUM og KFUK hófst á Grundarfirði
Æskulýðsstarf KFUM og KFUK hófst á Hvammstanga
1999
Perluhátíð æskulýðsstarfs KFUM og KFUK í Reykjavík
Vetrarflokkur var haldinn í fyrsta sinn í Vatnaskógi
Almenna mótið í Vatnaskógi var sameinað Sæludögum
Mæðgnahelgi var haldin í fyrsta sinn í Vindáshlíð