Næsta fimmtudag, þann 16. febrúar verður árlegur Hátíðar-og inntökufundur KFUM og KFUK haldinn í húsi félagsins að Holtavegi 28, Reykjavík. Þá verða nýir félagar boðnir velkomnir við formlega og hátíðlega athöfn, glæsilegur hátíðarkvöldverður verður borinn fram og boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði.
Helga K Friðriksdóttir verður útnefnd heiðursfélagi KFUM og KFUK á Íslandi á fundinum, og henni færðar sérstakar þakkir fyrir sérstaklega gott og óeigingjarnt starf í þágufélagsins í áratugi.
Karlakór KFUM og KFUK syngur, Þóra Björg Sigurðardóttir og Haraldur Örn Harðarson sýna dansatriði, hljómsveitin Tilviljun? leikur nokkur lög, og Ólafur Jóhannsson flytur hugleiðingu. Stjórnandi fundarins er Laura Sch. Thorsteinsson.
Matseðill kvöldsins er eftirfarandi:
Fordrykkur
Aðalréttur: Innbakað reykt svínakjöt með gratíneruðum kartöflum, villisveppasósu, fersku salati og rjómalöguðu ávaxtasalati.
Eftirréttur:
Marengsterta og kaffi.
Kokkur kvöldsins er Hreiðar Örn Z. Stefánsson.
Skrá þarf þátttöku í kvöldverði á Hátíðar-og inntökufundinum, en hægt er að ganga frá skráningu í síma 588-8899 eða á netfanginu skrifstofa(hjá)kfum.is og á skraning.kfum.is . Verð fyrir kvöldverð er kr.3900, en borðhald hefst kl.19. Allir eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að fagna nýjum félögum, heiðra dugmikla félagskonu, og eiga góða kvöldstund 16. febrúar.