Í kvöld, fimmtudaginn 1. desember verður fundur hjá AD KFUM á Holtavegi 28, Reykjavík kl.20.
Á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu Sr. Sigurbjörns Einarssonar biskups. Að því tilefni verður efni fundarins helgað honum, og er yfirskriftin: „Fallnir stofnar: 100 ár liðin frá fæðingu Sr. Sigurbjörns Einarssonar biskups: Persónulegar minningar og áhrif“.
Þeir Bjarni Árnason viðskiptafræðingur, Sr. Guðni Már Harðarson og Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur verða allir með umfjöllun um Sr. Sigurbjörn.
Sr. Guðni Már flytur hugvekju og Sigurbjörn Þorkelsson verður fundarstjóri.
Kaffi og kaffiveitingar verða á boðstólnum að venju að fundi loknum. Allir karlmenn á öllum aldri eru hjartanlega velkomnir.