Nú er lokadagurinn í 8. flokki runninn upp. Nú þegar höfum við borðað morgunmat, haft fánahyllingu og skógarmannaguðsþjónustu, klárað að pakka farangrinum okkar og haft pizzuveislu. Þegar þetta er skrifað eru drengirnir í íþróttahúsinu að leika orustu sem er nýr leikur þetta sumarið og óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn.
Drengirnir munu síðan koma í kaffi kl. 15, fá kleinuhring og ís, ásamt því að við munum auglýsa óskilamuni vikunnar.
Við gerum ráð fyrir að rútan fari af staðnum um kl. 15:50 og heimkoma við KFUM húsið við Holtaveg verði um kl. 17:00.
Óhætt er að segja að þessi flokkur hafi gengið úrvalsvel, drengirnir nýttu tækifærin hér í Vatnaskógi til að skemmta sér saman í góðum hóp og við sem hér störfum vonumst til að sjá þá sem flesta aftur að ári.
—
Hægt er að sjá nokkrar nýjar myndir úr flokknum eru á slóðinni
http://www.kfum.is/gallery2/main.php?g2_itemId=148365.
Eins og áður hefur komið fram tístum við úr flokknum á
. Þá eru sumarbúðirnar í Vatnaskógi með síðu á Facebook á slóðinni
www.facebook.com/vatnaskogur. Hér er um tilraunastarfsemi að ræða og við vonum að þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með starfinu taki viljann fyrir verkið.
Hægt er að ná í forstöðumann flokksins með tölvupósti á netfanginu elli@vatnaskogur.net.