Það verður haldið brennómót yngri deilda KFUM og KFUK n.k. laugardag í íþróttahúsi Seljaskóla í Breiðholti. Mótið er opið fyrir allar yngri deildir í KFUM og KFUK. Mótið byrjar kl. 13:00 og stendur til 15:00. Yngri deildir KFUM og KFUK eru fyrir börn á aldrinum 9-13 ára. Það verður rúta sem fer frá húsi KFUM og KFUK í Keflavík að Hátúni 36 kl. 12:00 á laugardeginum, rútan kemur einnig við í Grindavík til að sækja börn þangað. Eftir mótið verða léttar veitingar í boði. Það er ókeypis á mótið en það mun kosta í rútuna fyrir þá sem koma af Suðurnesjum. Þær deildir sem eru á höfuðborgarsvæðinu þurfa að koma sér sjálfar í Seljaskóla. Skráningar á mótið standa til fimmtudags, 10. febrúar hjá
kristny@kfum.is eða í síma 665-2891/588-8899.
Hvað: Brennómót yngri deilda KFUM og KFUK.
Hvar: Í íþróttahúsi Seljaskóla.
Hvenær: Laugardaginn 12. febrúar.
Klukkan: 13:00-15:00
Foreldrar eru hvattir til að senda börnin með létt nesti á mótið.