Dagana 28. 1 – 29.1 verður leiðtogahelgi KFUM og KFUK í Vatnaskógi. Leiðtogahelgarnar eru liður í leiðtogafræðlsu félagasins sem um 35 ungmenni á aldrinum 15 – 18 ára taka þátt í. Að þessu sinni verður farið í gegnum leiðtogaþrep 2 og 3 fyrir (aðstoðar)leiðtoga. Á helginni verður fjallað um leiðtogann og leiðtogahlutverkið hjá KFUM og KFUK, farið verður í marga skemmtilega leika og ýmis verkefni leyst á skemmtilegan hátt einnig verður góð trú – og biblíufræðsla. Námskeiðið er tvískipt og er hugsað bæði fyrir þá sem áður hafa verið á leiðtogahelgi og þá sem aldrei hafa verið. Skráningarfrestur er 26. janúar og kostar 8.000 kr, en. 4.800 kr. fyrir þá sem eru sjálfboðaliðar í starfi KFUM og KFUK.
Að auki munum við bjóða eldri/reyndari leiðtogum að taka þátt á laugardeginum en kl. 17.00 verður Rangar Schram, sem áður starfaði sem æskulýðsfulltrúi Fella – og Hólakirkju og KFUM og KFUK, með fræðslustund. Hann mun tala um efnið „Að þora að kannast við Krist.“ Að fyrirlestrinum loknum er öllum boðið að vera með í hátíðarkvöldverði. Verð með rútu er 1500 krónur, án rútu 1000 krónur og þeir sem vilja gista borga 2500 krónur.(Aðeins fyrir eldri leiðtoga)
Skráning á helgina fer fram með því að senda tölvupóst á jonomar(hja)kfum.is.