Senn líður að áramótum. Árið 2010 er brátt á enda, og nýtt ár, 2011 er handan við hornið. Gaman er að fagna þessum tímamótum með flugeldum og stjörnuljósum.
Eins og undanfarin ár verður flugeldasala KFUM og KFUK starfrækt á Holtavegi 28 í Reykjavík í lok desembermánaðar, en allur ágóði af sölunni rennur til starfsemi KFUM og KFUK á Íslandi.
Ãmislegt verður í boði á flugeldasölunni, en kostur gefst á að kaupa rakettur, blys, stjörnuljós, tertur og fleira. Einnig verður hægt að fá glæsilega fjölskyldupakka.
Hlífðargleraugu, rokeldspýtur og fleira tengt flugeldanotkun verður að auki fáanlegt.
Athugið að flugeldasalan verður staðsett í kjallara í suðurenda félagshúss KFUM og KFUK að Holtavegi 28, gegnt leikskólanum Vinagarði. Opnunartími flugeldasölunnar er eftirfarandi:
– 28. des. kl. 16-22
– 29. des. kl. 16-22
– 30. des. kl. 13-22
– 31. des. kl. 10-16.
Mikilvægt er að gæta varúðar við meðferð flugelda og stjörnuljósa og kynna sér nauðsynlegar öryggisreglur tengdar þeim.