Á morgun, 4. desember verður Jólasýning KFUM og KFUK kl. 14-16 í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík. Boðið verður upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá með atriðum sem hæfa öllum aldurshópum. Sýningin er tilvalin fjölskylduskemmtun! Aðgangseyrir 1.000 kr. og rennur allur ágóðinn í jólasjóð fyrir langveik börn. Frítt fyrir börn 6 ára og yngri.
DAGSKRÁIN:
14:00 – Atriði frá leikskólabörnum úr Vinagarði
14:20 – Fjöllistahópurinn Ten Sing
14:45 – Jólasveinar koma í heimsókn
15:00 – HLÉ: Heitt súkkulaði og veitingar í boði
15:15 – Tónlistaratriði frá hljómsveitinni Tilviljun?
15:30 – Töframaður sýnir töfrabrögð
15:40 – Jólasaga
15:50 – Hugvekja
Þeir sem troða upp á sýningunni eru félagar KFUM og KFUK á Íslandi. Atriðin hæfa öllum aldurshóp, sýningin býður upp á dans, söng, töfrabrögð, leiklist og tónlist. Sýningin er tækifæri til þess að sjá það listafólk og þá liststarfsemi sem er í félaginu, njóta jólaundirbúningsins og til þess að láta gott af sér leiða. Í hléi verður boðið upp á veitingar, heitt súkkulaði, sælgæti piparkökur sem Hópur til Góðs stendur fyrir. Hópurinn ber yfirskriftina: „Vegna kúgunar lítilmagnanna, vegna andvarpa hinna fátæku rís ég nú upp,“ segir Drottinn, „og hjálpa þeim sem þjakaðir eru.“ (Sálmur 12:6).
Það eru allir hjartanlega velkomnir á Jólasýningu KFUM og KFUK 4. desember!