Í haust verður Alfa-námskeið fyrir ungt fólk á vegum KFUM og KFUK í samstarfi við ÆSKR. Námskeiðið er fyrir allt ungt fólk sem hefur áhuga á því að læra meira um lífið og tilveruna, og er haldið í félagshúsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík á miðvikudagskvöldum, í alls tíu skipti, frá kl. 17.30-19.30.
Fjallað er um grundvallaratriði kristinnar trúar á námskeiðinu. Þátttökugjald er kr. 6000. Leiðtogar hjá KFUM og KFUK greiða ekki þátttökugjald. Á morgun, 13.október verður fjallað um spurninguna "Hver er Jesús?"
Á morgun, miðvikudag 13. október, er fyrsta samvera námskeiðsins, en á miðvikudag í síðustu viku var kynningarfundur um það. Samveran hefst með umfjöllun Jóns Ómars Gunnarssonar æskulýðsprests um efnið og síðan verður farið í umræðuhópa. Eftir það snæða þátttakendur ljúffenga pizzu saman.
Léttur kvöldverður verður í boði öll kvöld námskeiðsins. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega á námskeiðið, hægt er að mæta án þess að hafa boðað komu sína.
Á Alfa-námskeiðinu gefst fólki tækifæri til að spyrja spurninga og taka þátt í skapandi umræðum um lífið og tilveruna. Námskeiðið er opið öllum sem vilja leita svara við spurningum um tilgang lífsins, kynna sér grundvallaratriði kristinnar trúar, sem trúa og ekki trúa, og langar að velta fyrir sér hvaða gildi móta líf okkar og samfélag.
Enn er gott tækifæri til þess að bætast í hópinn og vera með!
Frekari upplýsingar um námskeiðið veitir Jón Ómar Gunnarsson, æskulýðsprestur KFUM og KFUK, tölvupóstfang hans er:
jonomar(hjá)kfum.is .