Vikuna 12. – 18. september mun vetrarstarf KFUM og KFUK hefjast. Nú fer að styttast í leik og því mikilvægt að allir séu tilbúnir fyrir fyrri hálfleik, haustmisserið.
KICK OFF – eða upphaf vetrarstarfs KFUM og KFUK verður á Holtavegi 28, miðvikudaginn 1. sept. kl. 18.00-20.00. Viðburðurinn er öllum leiðtogum í starfinu opinn.
Mikilvægt er að koma saman í upphafi vetrar og fara yfir leikskipulagið.
Meðal þess sem verður á dagskrá er:
- Skráning barna í félagið – Fræðsluefni vetrarins – Kynning á nýjum æskulýðsfulltrúum
- Rafrænn Depill – Kynning á sameiginlegum viðburðum – Nokkrir leikir
- Námskeið í boði fyrir leiðtoga – Kynning á hlutverki þjónustumiðstöðvar
- og að sjálfsögðu endum við á því að borða saman……………
Við munum leggja okkur fram um að KICKOFF 2010 verði bæði skemmtilegt og gagnlegt. Eftir að formlegri dagskrá lýkur gefst frábært tækifæri fyrir hverja deild til að skipuleggja fundarefni haustmisseris með aðstoð starfsmanna æskulýðssviðs.
TÆKIFÆRI sem enginn má missa af!
Sjáumst hress og kát!