Í gær var amerískur dagur í Vindáshlíð. Í tilefni þess fengu stelpurnar cocopuffs í morgunmat, ásamt óvæntu tónlistaratriði frá foringjum. Í biblíulestri lærðu þær um biblíuna, leiðarvísi og handbók fyrir lífið. Eftir það fóru stelpurnar ýmist í brennó eða íþróttakeppni þar keppt var í kraftliftingum.
Í hádegismat var pulsupasta og salat sem þær borðuðu af bestu list. Foringjarnir komu enn og aftur með óvænta uppákomu í matartímanum og voru stelpurnar hæst ánægðar.
Það rættist heldur betur úr veðrinu og eftir hádegi var farið í amaceing race, þrautakeppni. Þar áttu stelpurnar að safna stigum fyri ýmislegt líkt og að tína sprek, ná í vatn og fara í gegnum mismunandi þrautabrautir osfrv.
Í kaffitíma var boðið upp á amerískar súkkulaðibita kökur og sprelli frá foringjum.
Um kvöldið var hæfileikakeppnin “ Vindáshlíð got talent“ og eftir kaffið fengu stelpurnar tíma til að æfa atriði fyrir kvöldið. Það var mikil þáttaka og um 13 atriði skráð til keppni. Einnig var spilað brennó, keppt í sippi og hnýtt vinabönd fram að kvöldmat.Í kvöldmatinn voru hamborgarar og spice girls kíktu í heimsókn á meðan matartímanum stóð. Kvöldvakan heppnaðist mjög vel og margar hæfileikaríkar stelpur stigu á svið. Í kvöldkaffi fengu þær ávexti og s’mores.
Kvöldið endaði á hugleiðingu þar sem þær heyrðu um Guð sem þykir vænt um okkur, næst var farið út í læk að bursta tennurnar og svo siglt inn í svefninn, enda margar orðnar þreittar eftir viðburðaríkan dag
Myndir frá deginum má sjá
hér.
Kveðja Ingibjörg forstöðukona