Nú er fimmti flokkur Vatnaskógar kominn á fulla ferð. Það voru tæplega 90 drengir sem mættu í flokkinn og margir að koma í fyrsta skipti. Á morgun fá þeir sæmdarheitið Skógarmenn en það kallast þeir sem dvalið hafa í tvær nætur í Vatnaskógi. Flokkurinn gengur vel og góð stemming í hópnum, mikið um að vera og drengirnir una sér vel við hin ýmsu viðfangsefni. Bátar, smíðastofan og knattspyrnan eru þó vinsælust.
Maturinn: Í gær þriðjudag var boðið upp á kjúklingaleggi í hádegismat og í kvöldmat var ávaxtasúrmjólk. Í dag var boðið uppá Cherios, Corn Flex og Hafragraut í morgunmat. Í hádegismat er boðið upp á fiskrétt, í kvöldmat er súpa. Kokkurinn Hreiðar Örn er samfærður um allir munu fá matarást af Vatnskógi eftir dvölina.
Starfsmenn: Forstöðumaðurinn (undirritaður) heitir Ársæll Aðalbergsson (f. 1962) og starfar sem framkvæmdastjóri Vatnaskógar. Aðrir foringjar (en svo heita þeir sem sinna drengjunum beint) eru: Þorbergur Rúnarsson (f. 1990), Ragnar Schram (f. 1971), Kristján Einar Einarsson (f. 1957), Bogi Benidiktsson (f. 1988), Magnús Pálsson (f. 1957), Jón Guðbergsson (f. 1940), Ólafur Jón Magnússon (f. 1991), Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson (f. 1989), Baldur Ólafsson (f. 1969), Hannes Guðrúnarson (f. 1967). Í eldhúsi, þrifum ofl. eru 7 manns undur stjórn Hreiðars Arnar Zoega Stefánssonar (f. 1962). Auk þeirra eru nokkrir sjálfboðaliðar sem aðstoða við hin ýmsu verk.
Dagskráin: Yfirleitt er vakið klukkan 8:30 og morgumatur kl. 9:00, síðan er fánahylling og biblíulestur og síðan frjáls tími þar sem drengirnir geta valið hvaða viðfangsefni þeir vilja. Hádegismatur er kl. 12:00, síðdegiskaffi kl. 15:00, kvöldmatur kl. 18:00 og kvöldhressing klukkan 20:30 og síðan kvöldvaka og eftir hana er farið í svefn sem er um eða uppúr kl. 22:00.

Hér eru nokkrar myndir frá 1. degi. Bestu kveðjur úr blíðunni í Vatnaskógi (Hægur vindur skýjað og hiti um 16°).
Ársæll