Listaflokkur í Ölveri hefur fest sig í sessi enda fjölbreytni flokksins mikil og lögð áhersla á vináttu og samvinnu stúlknanna í mörgum ólíkum listgreinum.
Stjórn flokksins er í höndum Margrétar Rósar Harðardóttur 31 árs listakonu sem lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands áður en hún tók einingar í Guðfræði og því næst Mastergráðu í Skapandi samvinnulistum með áherslu á félagsvirkni alls hópsins við Listaháskólann í Bremen. En Margrét er jafnframt æskulýðsfulltrúi í Vídalínskirkju í Garðabæ.
Auk hefðbundinnar dagskrár Ölvers sumarbúða eins og útvist, kvöldvökur, heita potta, brennómót og fleira verður fengist við kökuskreytingar, hannyrðir, umhverfisskúlptúra, stomp og taktþjálfun, dans og freestyle, málun, föndur, tónlist og söng, framkomu og ræðulist, ljóðagerð og skapandi skrif. Þá er hugmyndi að hafa asískt þema og búa til dreka.
Með Margréti í flokknum verða einvala lið listrænna kvenna: Ásdís Björnsdóttir 30 ára kennari í MH, Erna Björk Harðardóttir 28 ára hjúkrunarfræðingur, Erla Björg Káradóttir 32 ára söngkona og kennari, Halla Þórlaug Óskardóttir 22 ára nemi í Listaháskólanum , Matthildur Bjarnadóttir 22 ára guðfræðinemi, Þóra Björg Sigurðardóttir 21 árs stúdent og dansari.
Í listaflokki er unnið útfrá þeirri grunnhugmynd að öll séum við frábær sköpun Guðs og ætlunin að virkja hæfileikanna sem stúlkurnar fengu í vöggugjöf. Sjálfmyndarvinna, hrós og efling frumkvæðis er eitt af grunnatriðum flokksins.
Í fyrra var flokkurinn 4 dagar en vegna fjölda áskoranna og til að skapa rými til enn meiri listsköpunnar var ákveðið að hafa flokkin eina viku á þessu sumri.
Verð í flokkinn er 39.500 krónur og er allt innifalið, 34 heimalagar máltíðir, frábært fagfólk að störfum allan sólarhringinn,allur efniskostnaður, rútugjöld og öll námskeið flokksins.
Auðvelt er að skrá stúlkur í flokkinn með því að smella
hér
Hér að hægra megin má svo sjá nokkrar myndir frá Listaflokki 2009
Allar myndir úr síðasta Listaflokki má skoða
hér