Næstkomandi sunnudag, 18. október, verður fjölskyldustund sem hefst kl. 15 á
Holtavegi 28 með stuttri helgistund.

Anna Magnúsdóttir hefur hugvekju og sungnir verða nokkrir söngvar, en síðan
verður haldið í ævintýra- og óvissuferð um Laugardalinn! Mætum öll vel
klædd til að njóta haustsins í botn! Eftir útiveruna verður farið inn í
kaffi, djús og Pálínuveitingar eins og vant er. Allir hjartanlega
velkomnir.
Sjáumst vonandi sem flest á sunnudaginn!
Undirbúningsnefndin:
Anna Magnúsdóttir og Guðmundur Jóhannsson
Guðrún Sæmundsdóttir og Kjartan Birgisson
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Gísli Jónsson
Ólöf Jóna Jónsdóttir og Magnús Benedikt Guðjónsson