Í kvöld hefst Ten Sing starf á Holtaveginum fyrir ungt fólk á aldrinum 15 – 20 ára. Klukkan 19.00 hefst kynningarfundur þar sem sagt verður frá starfinu og skipt verður upp í hópana sem mynda Ten Sing þ.e. hljómsveitina, danshópinn, sönghópinn, og leiklistahópinn.
Í Ten Sing fá þátttakendur tækifæri til þess að koma fram og sýna listir sínar, eiga samfélag við annað ungt fólk og rækta trú sína.
Til þess að taka þátt í Ten Sing þarftu ekki að vera heimsins besti gítarleikari, dansari, leikari eða söngvari það sem þú þarft er áhuga og vilja til þess að taka þátt í skemmtilegu starfi. Í Ten Sing eru allir stjörnur!
Ef þú hefur áhuga á því að taka þátt láttu sjá þig í kvöld á Ten Sing æfingu klukkan 19.00 á Holtavegi 28.