Við vöknuðum fyrr í morgun enda ýmislegt að gera áður en haldið verður heim. Sólin leikur við okkur og margar voru röskar að koma farangri sínum út á hlað. Eftir morgunmat var fáninn dreginn að húni. Því næst var haldið til kirkju þar sem síðasta stundin var haldin og verðlaun fyrir hárgreiðslukeppni, hegðun og umgengni voru veitt. Í lokin fóru allar stúlkurnar í nýjum rauðum Vindáshlíðarbolum út og tekin var hópmynd fyrir utan kirkjuna. Það eru svo glaðar en þreyttar stúlkur sem koma í bæinn rétt um kl. 12. Í gær skaut einhver pest sér niður í hópinn og eru nokkrar stúlkur og starfsmenn með hálsbólgu og meðfylgjandi óþægindi. En, þetta er kraftmikill og góður hópur sem hefur dvaldið þessa viku í Vindáshlíð og þökkum við fyrir að hafa haft þær hjá okkur. Síðustu myndirnar eru hér.
Kveðja,
Auður Pálsdóttir forstöðukona