Nú eru um þrjár vikur þangað til fyrsti flokkur sumarsins kemur í Vindáshlíð. Mikið verk er framundan að koma staðnum í gott horf fyrir sumarstarfið og því óskar stjórn Vindáshlíðar eftir öflugum sjálfboðaliðum helgina 16.-17. maí næstkomandi – eða sömu helgi og Jóhanna Guðrún mun stíga á stokk í Moskvu. Hugmyndin er að dvelja í góðu yfirlæti í Vindáshlíð milli vinnutarna, borða góðan mat ala Steina og Ingibjörg stjórnarkvenna og horfa saman á Evróvision með tilheyrandi veitingum. Börn eru hjartanlega velkomin með í vinnuflokkinn! Hoppukastali á staðnum! Matur er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Vinna þarf að eftirfarandi verkefnum og er fólki í sjálfsvald sett hvar það vill nýta sýna vinnukrafta. Verkstjóri er á hverri stöð fyrir sig. Sjálfboðaliðar vinsamlega tilkynnið komu ykkar á netfangið: holmfridur@kfum.is. Hægt er að skrá sig bæði einn dag eða tvo.
Verkefnalisti:
Festa rennibraut, setja pall, keyra möl, koma fyrir töppum.
Laga fallundirlag fyrir rólur
Færa vegasaltið fjær rólum
Ganga meðfram girðingu og athuga ástand hennar
Ganga frá afsöguðum trjám í brennu
Dreifa blákorni á tún við íþróttahús
Skipta um glugga í íþróttahúsi
Fara í gegnum bókasafn í kjallara
Bóna Vindáshlíðarbílinn
Telja flöskur
Laga bilum stormjárn
Þrífa eldhús hátt og lágt og klóra.
Þrífa dýnur og veggi
Mála hlið
Skipta um plötur í lofti í herbergjum þar sem vantar
Þrífa Fellinn
Hengja upp rúllugardínur