Framkvæmdir við nýjan svefn- og þjónustuskála í Vatnaskógi eru nú að hefjast aftur.
Síðastliðið ár var grunnur og gólfplatan steypt og nú stendur til að reisa húsið.
Í dag (mánudag) mun fyrsti farmur af byggingarefni koma á staðinn og smiðir hefja störf. Á næstu mánuðum mun húsið verða reist, lokið verður við fullnaðarfrágang að utan og gert ráð fyrir því að húsið verði rúmlega fokhelt að innan fyrir sumarið.
Sjálfboðaliðar eru velkomnir í lengri eða skemmri tíma og mun framgangur verksins ráðast af hversu vel gengur að fá sjálfboðaliða til þess að aðstoða. Framkvæmdatími verður frá mars til júní. Áhugasamir geta haft samband við framkvæmdastjóra Vatnaskógar í s. 899-7746 eða arsaell@kfum.is Framundan eru því miklar framkvæmdir í Vatnaskógi og miklir annatímar á staðnum
Við munum reyna að senda fréttir og myndir eins og kostur er hér á www.kfum.is