Spurningakeppni YD var núna síðasta laugardag. Alls kepptu 8 lið og stóðu keppendur sig mjög vel. Spyrill var Haukur Árni æskulýðsfulltrúi og dómari og stigavörður var fyrrverandi Gettu betur þátttakandinn Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
Í fjögurraliða úrslitum kepptu KFUM í Keflavík á móti KFUM í Lindasókn og sigraði lið Lindasóknar, einnig kepptu lið KFUM í Garðabæ á móti KFUK í Grafarholti og sigraði lið Garðabæjar.
Á Vorhátíð KFUM og KFUK á Íslandi sem haldin verður laugardaginn 28. mars munu lið KFUM í Lindasókn og lið KFUM í Garðabæ keppa um bikarinn.
Myndir frá spurningakeppninni eru á
myndasíðunni.