Hið árlega Sólheimanámskeið kirkjunnar og KFUM og KFUK verður haldið laugardaginn 7. febrúar. Sólheimanámskeiðið er ætlað leiðtogum og leiðtogaefnum í starfi kirkjunnar og KFUM og KFUK 15-90 ára. Í ár eru þrjú námskeið í boði og er hægt að sækja tvo af þeim þ.e.a.s. eitt fyrir hádegi og annað eftir hádegi. Að venju höfum við fengið til liðs við okkur mikið hæfileikafólk sem hefur af miklu að miðla.
Eftirfarandi námskeið eru í boði:
Er fáránlegt að trúa á Guð – eða hvað?
Tvennskonar rök fyrir tilvist Guðs.
Umsjón: sr.Gunnar Jóhannesson sóknarprestur Hofsósi.
Námskeiðslýsing: Fjallað verður um nokkrar mikilvægar spurningar sem allir þurfa að fást við – Er Guð til? Er mikilvægt að trúa á Guð? Af hverju trúi ég á Guð? Hverju get ég svarað þegar ég er spurður "hvers vegna trúir þú á Guð"?
Hvernig er hægt að nota leiki og leiklist í starfi með börnum og unglingum?
Umsjón: Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóri
Námskeiðslýsing: Námskeiðið er hugsað til þess að gefa leiðtogum færi á að tileinka sér leiki úr leikhúsinu til að efla krakkana í sjálfstæðri hugsun og sköpun. Námskeiðið er þrír tímar, fyrstu tveir tímarnir fara í að efla þáttakendur og virkja, síðasti tíminn er sjálfstæð vinna útfrá námskeiði og spjall.
Kristið bænalíf
Umsjón: sr. María Ágústsdóttir, héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Námskeiðslýsing: Nútímafólk, ekki síst við sem verjum miklum hluta tíma okkar í að leiðbeina öðrum í trúarlegum efnum, þarf á persónulegri, andlegri uppbyggingu að halda. Þá uppbyggingu hefur mörgum reynst vel að sækja í fornar kristnar bænahefðir sem hér verða kynntar í nútímalegri útfærslu.
Lagt verður af stað í rútu kl. 8.30 frá Holtavegi (mæting 8.15). Heimkoma á Holtaveg eigi síðar en 19.00. Boðið er upp á morgunkaffi, hádegismat og eftirmiðdagskaffi. Á námskeiðið kostar 6.000 krónur, en það er öllum leiðtogum í starfi KFUM og KFUK að kostnaðarlausu.
Skráning fer fram í Þjónustumiðstöðinni í síma 5888899 eða á netfanginu
skraning@kfum.is! Síðasti skráningardagur er 3. febrúar!