Gauraflokkur og Stelpur í stuði, eru flokkar fyrir börn með ADHD og aðrar skyldar raskanir

Í Vatnaskógi og í Ölveri erum við með sérstaka flokka fyrir börn með ADHD og aðrar skyldar raskanir.

Gauraflokkur í Vatnaskógi er dagana 7.-11. júní og er fyrir drengi fædda 2013-2015. Hægt er að skrá í Gauraflokk hér: https://www.sumarfjor.is/Event.aspx?id=27

Stelpur í stuði í Ölveri er dagana 14.-17. ágúst og er fyrir stúlkur fæddar 2012-2014. Hægt er að skrá í Stelpur í stuði hér: https://www.sumarfjor.is/Event.aspx?id=28

Í báðum flokkum er fagfólk líkt og sálfræðingar og reynslumikið starfsfólk sumarbúðanna. Dagskráin er vönduð og sniðin að þörfum barnanna.

Athugði að takmörkuð pláss eru í boði.