Sumarstarf KFUM og KFUK í Kaldárseli á 100 ára afmæli í ár.
Af því tilefni verður efnt til Kaldárselsmessu í Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 16. mars klukkan 14.
Sr Jónína Ólafsdóttir þjónar fyrir altari og sr. Pétur Ragnhildarson prédikar. Þau hafa bæði komið að starfi sumarbúðanna í Kaldárseli.
KFUK-kórinn Ljósbrot og kórstjórinn Keith Reed leiða tónlistina og verða sungnir gamlir og nýir Kaldárselssöngvar.
Þórarinn Björnsson segir frá aðdraganda og upphafi starfsins í
Kaldárseli.
Að lokinni messu verður boðið upp á kaffi og meðlæti í safnaðarheimili og sýnd stuttmynd sem tekin var upp í Kaldárseli árið 1948.
Ungir og gamlir Kaldæingar og velunnarar eru hvattir til að mæta.