Þá er komið að því – Konukvöld Vindáshlíðar 2025! 
Konukvöldið verður haldið á Holtavegi 28, fimmtudaginn 6. mars. Húsið opnar kl. 18:30 og hefst borðhald kl. 19:00.
Veislustjórn verður í höndum Sigurbjartar Kristjánsdóttur og Laufeyjar Gísladóttur. Söngatriði frá Helgu Magnúsdóttur og hugvekja frá sr. Helgu Kolbeinsdóttur.
Glæsilegur þriggja rétta matseðill í boði Sólrúnar Ástu, Erlu og Berglindar Elvu.
  • Fordrykkur.
  • Forréttur: Villisveppasúpa með focaccia brauði og þeyttu smjöri.
  • Lambalæri fyllt með sólþurrkuðum tómötum og döðlum. Hasselback kartöflur, marineraðar rauðbeður, brokkolísalat, ferskt salat, döðlusósa og köld jógúrtsósa.
  • Eftirréttur: Frönsk súkkulaðikaka með þeyttum rjóma og berjum.
Miðinn kostar 10.000 kr.
Happdrættismiði fylgir hverjum keyptum miða, en einnig verður hægt að kaupa fleiri miða á staðnum, enda glæsilegir vinningar í boði.
Hlökkum til að sjá ykkur!