Við óskum eftir að ráða stuðningsfulltrúa til starfa í leikskólanum Vinagarði, leikskóla KFUM og KFUK á Íslandi. Við leitum að einstaklingi sem hefur ánægju af samskiptum við aðra, býr yfir hugmyndaauðgi, ásamt metnaði til að hlúa að skapandi og uppbyggilegu umhverfi fyrir börn í anda stefnu leikskólans.

Í skólanum er frábær hópur kennara og reyndra leiðbeinenda. Við fullmönnum styttingu vinnuvikunnar og hjá okkur eru færri börn á deildum en í sambærilegum leikskólum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Styðja börn til þátttöku í leikskólastarfinu, taka þátt í öðrum verkefnum deildarinnar.

Menntunar- og hæfniskröfur

Stuðningsfulltrúanám eða önnur uppeldismenntun

Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum

Lipur og árangursrík samskipti og samstarfshæfni

Hugmyndaauðgi, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

Reglusemi og heiðarleiki

Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til 10.febrúar 2025. Um fullt starf er að ræða. Umsóknum skal eingöngu skilað í gegnum Alfreð.

Vinagarður er kristilegur leikskóli sem er rekinn af KFUM og KFUK á Íslandi. Leikskólinn var stofnaður árið 1975 og er staðsettur í Laugardalnum í Reykjavík. Í skólanum eru um 80 börn.  Starf leikskólans tekur mið af aðalnámskrá leikskóla en auk þess er gengið út frá forsendum kristinnar trúar og áhersla lögð á kristna fræðslu og að barnið öðlist grundvallartraust sem er viðfangsefni í trúarlegri uppeldismótun. Í starfi leikskólans er einnig lögð áhersla á að börnin læri um náttúruna og beri umhyggju fyrir henni.

Nánari upplýsingar veita Hildur B. Svavarsdóttir, hildur@kfum.is, 664 8473 og Hulda B. Jónasdóttir, huldabj@kfum.is.

 

Þeir sem hafa áhuga á að sækja um starfið þá má sækja um hér: https://alfred.is/starf/studningsfulltrui-131