Laugardaginn 14. desember, frá kl. 12:00 til 16:00 verður jólamarkaður og jólatrjáasala í Vindáshlíð, sannkallaður jóladagur!
Heyrst hefur að fallegustu jólatrén séu úr skóginum úr Vindáshlíð og er ekkert skemmtilegra en að höggva sitt eigið jólatré í stofuna heima.
Jólasveinarnir verða á stjá klukkan 13:00 og 15:00, ljúffengar veitingar og jólaratleikur út um allan skóg fyrir fjölskylduna.
Hlíðarmeyjar eru að undirbúa stórglæsilegan jólamarkað þar sem hægt verður að kaupa vinsæla Vindáshlíðarsmákökudeigið til að baka í eldhúsinu heima. Einnig verður hægt að kaupa jólakransa, jólakort, nýbakaðar smákökur, sultur, sörur og annað góðgæti.
Verðskrá:
Jólatré minni en 150 cm: 7000 kr
Jólatré stærri en 150 cm: 10.000 kr
Aðgangur að kaffihlaðborði: 1500 kr.
Frítt fyrir börn yngri en 6 ára.
Hlökkum til að sjá ykkur öll í Jóla-Hlíðinni!