Þann 30. nóvember síðastliðinn, voru liðin 100 ár frá stofnun KFUM í Vestmannaeyjum.

Félagið hefur ávalt verið í miklu og góðu samstarfi við Landakirkju enda var einn af stofnendum félagsins Sr. Sigurjón Þ. Árnason sem var prestur í Landakirkju í rúmlega 20 ár.

Um 130 strákar voru í félaginu við stofnun þess. Tveimur árum síðar var svo KFUK stofnað og voru 95 stúlkur sem stóðu að stofnun þess. Félagsheimili KFUM og KFUK reist við Vestmannabraut 5 og var húsið vígt árið 1927. Ákvörðun var tekin árið 2018 að selja húsnæðið og fer nú öll starfsemi félagsins fram í safnaðarheimili Landakirkju.

Trausti Mar Sigurðarson hefur umsjón með starfi KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum.

Stjórn félagsins í dag er skipuð sr. Guðmundi Erni Jónssyni formanni, Gísla Stefánssyni ritara, Ragnheiði Perlu Hjaltadóttur ritara og meðstjórnendunum Brynju Rut Halldórsdóttur og Snorra Rúnarssyni.

Á vormánuðum er stefnt á að halda uppá 100 ára afmæli félagsins.

Sjá nánari frétt hér: https://tigull.is/kfum-i-vestmannaeyjum-100-ara-i-dag/