Það hafa flest ykkar orðið þess vör að mikið hefur verið um framkvæmdir í Hlíðinni okkar síðustu ár, og enn er töluvert eftir.

Nú þykir okkur í stjórn kominn tími til að setja saman plan yfir framkvæmdir fyrir næstu 5-10 ár, og viljum við vinna það í samstarfi við ykkur.

Nú erum við á byrjunarstigi þessa plans og boðum því til hugarflugsfundar á Holtavegi 28 þann 16.október klukkan 20:00. Þar verður vinnustofa þar sem þið, vinir okkar og velunnarar, getið komið ykkar hugmyndum og skoðunum á framfæri. Við nýtum niðurstöður fundarins til að leggja drög að plani sem við áætlum að kasta fram í aðra umræðu áður en endanlegt plan verður lagt til samþykktar á aðalfundi. Það er gert í þeim tilgangi að komandi stjórnir séu með framtíðarplan í höndunum frekar en að sömu ákvarðanir festist í umræðum, stjórn eftir stjórn.

Við vonum að þið fjölmennið á fundinn og hjálpið okkur að hefja leik við að móta stefnuna í þessum mikilvægu málum fyrir Hlíðina okkar fríðu