Föstudaginn 20. september n.k.  kl. 19:00 verður Hátíðar- og inntökufundur í félagsheimilinu okkar að Holtavegi 28.

Fundurinn verður með vinarlegu yfirbragði, léttum veitingum og fjölbreyttri dagskrá.

Bolli Bjarnason treður upp, Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir flytur hugvekju og við munum bjóða nýja félaga velkomna með hefðbundnum hætti. Veislustjórar verða Gríma Katrín Ólafsdóttir og Sigríður Sól Ársælsdóttir.

Enginn aðgangseyrir, en tekið verður á móti frjálsum framlögum til að mæta kostnaði við fundinn.

Okkur þætti ánægjulegt að sjá ykkur.

 

Skráning á viðburðinn er hér: https://www.sumarfjor.is/Slot.aspx?id=12458 og er síðasti dagur skráningar miðvikudagurinn 18. september.