Hin árlega kaffisala Vindáshlíðar verður haldin sunnudaginn 26. maí næstkomandi í Vindáshlíð.
Tilvalið að taka smá forskot á sæluna sem verður í Hlíðinni í sumar og njóta saman á þessum yndislega degi. Sannkölluð sumargleði!
DAGSKRÁ
14:00 Fánahylling
14:10 Fjölskyldumessa í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð. Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar.
14:00 – 17:00 Sumargleði og kaffisala
– Kaffiveitingar
– Göngur
– FOLF
– Ratleikur
– Brennó
– Hoppukastalar
– Krap
– Poppvél
VERÐ
0 til 9 ára: ókeypis
10 ára og eldri: 3500
Það verður svo æsispennandi ratleikur um alla Vindáshlíð. Allir sem klára ratleikinn fá nafnið sitt í pott og vinningurinn er hvorki meira né minna gjafarbréf í flokk í Vindáshlíð. Hver verður sú heppna?
Hægt verður að gæða sér á ljúffengum veitingum á sama tíma og maður styrkir starfsemina.
Þessi viðburður veitir nýjum sem og eldri Hlíðarmeyjum, fjölskyldum og vinum tækifæri til að deila sögum og minningum sín á milli í yndislegu umhverfi okkar.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Kær kveðja,
Stjórn Vindáshlíðar