Kaffisala Skógarmanna

Höfundur: |2024-04-22T11:44:43+00:0022. apríl 2024|

Sumardaginn fyrsta, þann 25. apríl verður kaffisala og tónleikar Skógarmanna í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg.

Kaffisalan er til styrktar sumarbúðunum í Vatnaskógi.

Kaffisala

Kaffisalan hefst kl. 14:00 og stendur til 17:00.

Allir velunnarar Vatnaskógar eru hvattir til að styðja starfið og njóta glæsilegra veitinga á þessum degi. – Frábærar veitingar.

Hoppukastalar fyrir börnin – góð veðurspá.

Verð:

16 ára og eldri- 3.500 kr.

11-15 ára – 2.000 kr.

10 ára og yngri – frítt

Tónleikar

Um kvöldið kl. 20:00 verða síðan tónleikar að hætti Skógarmanna á Holtavegi 28.

Óhætt er að lofa frábærri skemmtun við allra hæfi:

Fram koma ÓM, Dóra & Döðlurnar og einnig mun Karlakór KFUM taka nokkur lög.

 

Allir vinir Vatnaskógar eru hvattir til að koma, njóta góðra veitinga og/eða tónleikanna og styðja við starfið í Vatnaskógi.

 

Fara efst