Fimmtudaginn 4. apríl verður konukvöld Vindáshlíðar haldið með pompi og prakt á Holtavegi 28. Húsið opnar kl. 18:30 og borðhald hefst kl. 19:00.

Veislustjórar kvöldsins verða skemmtikraftarnir Bára Sigurjónsdóttir og Perla Magnúsdóttir. Bína Hrönn Hjaltadóttir og Kristjana Guðbjartsdóttir munu taka lagið og Hlíðarmeyjar úr mismunandi kynslóðarhópum munu deila skemmtilegum og fallegum minningum úr Hlíðinni.

Það verður glæsilegur þriggja rétta matseðill að hætti Sólrúnar Ástu sem hefst á fordrykk og caprese salati í forrétt. Í aðalrétt verður kalkúna-wellington með rjómasveppasósu og dýrindis meðlæti. Kvöldið endar svo með marengsmedalíum og brownies.

Forsöluverð er 9000 kr og skráning hafin hér: https://sumarfjor.is/Slot.aspx?id=12420 Happdrættið verður á sínum stað og fylgir einn happdrættismiði með miðakaupum. Forsölu lýkur 27. mars. Eftir það kostar miðinn 10.000 kr.

Hlökkum til að sjá ykkur!