Ljósbrot, kvennakór KFUK, hefur sungið saman í tæplega 10 ár og er nú að bjóða nýja meðlimi velkomna.
Ljósbrot samanstendur af kraftmiklum og skemmtilegum konum sem sjá verðmæti í góðum uppbyggilegum félagsskap og skemmtilegum og krefjandi samsöng.
Við hittumst á miðvikudögum klukkan 17:00 í aðalstöðvum KFUM og KFUK á Holtavegi 28.
Stjórnandi Kórsins, Keith Reed, veitir frekari upplýsingar í síma 779 1659.