Kvennaflokkur Vindáshlíðar verður haldinn helgina 1. til 3. september 2023.  Við hvetjum allar konur til að koma og njóta dásamlegrar helgar í góðum félagsskap.

Skráning í fullum gangi á vindashlid.is eða beint í gegnum slóðina: https://sumarfjor.is/Slot.aspx?id=2137.

 

Einnig er hægt að bóka í gegnum síma 588 8899. Verð aðeins 23.500 krónur með gistingu, dagskrá og fullu fæði.

 

Yfirskrift helgarinnar verður: Konur Vindáshlíðar – Hlíðarmeyjar.

 

Frá upphafi hefur Vindáshlíð verið sumarbúðir fyrir stelpur, þar sem þær hafa fengið að láta á sig reyna í ýmsum verkefnum, notið fræðslu og handleiðslu frábærra foringja sem hafa verið ungar öflugar konur. Í Vindáshlíð hafa konur fengið að starfa saman hlið við hlið og standa saman í að takast á við margskonar áskoranir. Konur eru konum bestar, samstaða kvenna, og systralag er eitthvað sem margar tengja sterkt við Vindáshlíð. Þessa helgi munum við fá að heyra frá ýmsum kynslóðum kvenna sem hafa verið og starfað í Hlíðinni fríðu. Hvað er það sem er svona sérstakt við Vindáshlíð og hvaða blær andar þar sem gerir staðinn svo ómótstæðilegan? Komdu með í kvennaflokk og þú færð að kynnast þessu af eigin raun.

Við hlökkum til að sjá þig.

 

Dagskrá kvennaflokks:

 

Föstudagur

Mæting og komið sér fyrir frá klukkan 16:00.

19:00 Kvöldverður.

20:30 Kvöldsamvera.

  • Helga Sóley, framkvæmdastjóri Vindáshlíðar, segir okkur frá starfinu.
  • Erindi frá Berglindi Ósk Einarsdóttur. Berglind mun segja frá lokaverkefni sínu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands: Konur Vindáshlíðar.
  • Elísa Sif Hermannsdóttir les nýjar og gamlar færslur úr forstöðukonudagbókum.

22:00 Kvöldkaffi.

22:30 Hugleiðing og sögustund með Ragnheiði og Kristínu Sverrisdætrum.

 

Laugardagur

9:00-10:00 Morgunverðahlaðborð.

10:00 Fánahylling.

10:15 Sögustund með Betsy Halldórsson.

12:00 Hádegisverður.

13:00 Frjáls tími.

Allir geta fundið eitthvað við hæfi. Unnið við minningarbók Vindáshlíðar, brennó, gönguferðir, berjatínsla, kósý spjall og handavinna í setustofu, undirbúa kvöldvöku, hvíld og fl.

15:30 Kaffitími.

16:00 Kynning á Basar KFUK.

Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir segir okkur frá störfum Basar KFUK. Í lok stundar verður boðið upp á kennslu í afgangaprjóni. Tilvalið að nýta afgangs garn í fallegar gjafir fyrir Basarinn.

18:30 Veislustund í Hallgrímskirkju.

Bryndís Schram Reed söngkona mun gleðja okkur með fögrum tónum.

19:00 Veislukvöldverður.

20:30 Veislukvöldvaka. .

  • Erindi frá Helgu Magnúsdóttur, stjórnarkonu í stjórn Vindáshlíðar.
  • Hlíðarmeyjar fara á kostum

22:00 Kvöldkaffi

22:30 Lofgjörðastund í Hallgrímskirkju.

 

Sunnudagur

9:00-10:00 Morgunverðahlaðborð

10:00 Fánahylling

10:15 Frjáls tími

11:00 Messa í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð.

Prestur: Sr. Helga Kolbeinsdóttir.

12:00 Hádegisverður

13:00 Frágangur herbergja og brottför.