Sumardaginn fyrsta, þann 25. apríl verður kaffisala og tónleikar Skógarmanna í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg.
Kaffisalan er til styrktar sumarbúðunum í Vatnaskógi.
Kaffisala
Kaffisalan hefst kl. 14:00 og stendur til 17:00.
Allir velunnarar Vatnaskógar eru hvattir til að styðja starfið og njóta glæsilegra veitinga á þessum degi. – Frábærar veitingar.
Hoppukastalar fyrir börnin – góð veðurspá.
Tónleikar
Um kvöldið kl. 20:00 verða síðan tónleikar að hætti Skógarmanna á Holtavegi 28.
Óhætt er að lofa frábærri skemmtun við allra hæfi:
Karlakór KFUM undir stjórn Laufeyar Geirlaugdóttur, píanóleikur verður í höndum Ástu Haraldsdóttur.
Ljósbrot Kvennakór KFUK undir stjórn Keith Reed
Stórsöngvarinn Valdimar Guðmundsson
Aðgangseyrir er 2.500 kr. og óhætt er að lofa frábærri skemmtun.
Stjórnandi er sumarbúðastarfsmaðurinn og kennaraneminn Gunnar Hrafn Sveinsson
Skráning í Vatnaskóg er í fullum gangi og líta bókanir mjög vel út fyrir sumarið.
Allir vinir Vatnaskógar eru hvattir til að koma, njóta góðra veitinga og/eða tónleikanna og styðja við starfið í Vatnaskógi.