Föstudaginn 26. apríl og laugardaginn 27. apríl ætlum við að vera með bökunardaga í Vindáshlíð. Við hefjum baksturinn á föstudeginum kl. 15:00 og verðum að fram á kvöld.
Eftir baksturinn á föstudeginum verður kósý stund í setustofunni þar sem við getum átt ánægjulega og skemmtilega samveru.
Við hefjum svo baksturinn aftur á laugardagsmorgninum og verðum að baka til kl. 15:00.
Ef þið treystið ykkur ekki í bakstur þá má endilega koma og hjálpa okkur að undirbúa íþróttahúsið fyrir sumarið.
Að sjálfsögðu verður boðið upp á gistingu, og eitthvað að borða báða dagana. Ef þið ætlið að gista muna að taka með sæng, kodda og lak.
Við þurfum að vita hversu margir verða með okkur og hvaða daga fólk ætlar að vera uppá matarinnkaup og annað.
Vinsamlegast skráið ykkur á skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588-8899 eða sendið tölvupóst á skraning@kfum.is og takið fram hvaða daga þið ætlið að vera og klukkan hvað við eigum von á ykkur.
Skrá sig fyrir miðvikudaginn 24. apríl
Kaffisala Vindáshlíðar verður laugardaginn 1. júní.