Kæra félagsfólk
Breytingarnar innandyra í aðalstöðvum okkar á Holtavegi 28 eru kærkomnar. Með þeim fáum við betri starfaðstöðu og betri nýtingu, auk þess sem húsnæðið er orðið miklu hlýlegra og vistlegra. Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við því sem þegar hefur verið gert.
Framundan eru endurbætur á aðalsal og endasal og gera rýmin hlýlegri. Gera á endurbætur á hljóðkerfi og myndvarpalausnum. Endurnýja þarf stólana í salnum, en margir þeirra eru orðnir mjög lúnir.
Til að styðja fjárhagslega við þessar framkvæmdir leitum við til félagsfólks og leggjum fram tvo valmöguleika:
a) Greiða valkröfu að upphæð 5.000 kr. sem stofnuð hefur verið í heimabanka.
b) Kauptu stól! Sérstök söfnun vegna stólakaupa fyrir salinn. Hver stóll mun kosta um 18.000 kr.
Valkrafa undir nafninu Stólakaup KFUM og KFUK hefur einnig verið stofnuð í heimabankanum.
Að sjálfsögðu er valkvætt að taka þátt, í örðum hvoru þeirra eða báðum, eftir því sem við á hverju sinni.
Munum að margt smátt gerir eitt stórt. Vilji einhver leggja meira til er það þegið með þökkum. Reikningsnúmerið er 101 – 26 – 2425 kt. 690169-0889.
Stuðningur félagsfólks við verkefnið er afar mikilvægur.
Með fyrirfram þökk
Helgi Gíslason, formaður
Tómas Torfason, framkvæmdastjóri