Fyrir mæður og börn

10. til 12. maí  2019.

Mæðraflokkur – mæður og börn er helgardvöl í Vatnaskógi þar sem mæður og börn fá að njóta þess að vera saman í Vatnaskógi.

Í flokknum er boðið upp á afslappaða og uppbyggilega dagskrá.

Starfsmenn Vatnaskógar hugsa vel um þátttakendur, bæði í fæði og dagskrá og kapp er lagt á að allir skemmti sér vel.

Dagskráin hefst á kvöldverði kl. 19:00 á föstudeginum.

Verð

Verð er kr. 10.500 kr. á mann.

Skráning er á vefsíðu okkar https://sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1439 Einnig er hægt að hafa smamand við þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588 8899 eða í netfangið skrifstofa@kfum.is.

Rútuferðir:

Verð kr. 3.500.- þarf að panta sérstaklega

Farangur:
Vert er að vera vel búin/n til að njóta dvalarinnar sem best:

Búnað til útiveru, s.s. stígvél eða gönguskó, regngalla, hlý útiföt.

Sundföt (fyrir þá sem vilja fara í heita potta), íþróttaskó og föt til notkunar í íþróttahúsi.

Rúmföt (sæng eða svefnpoka og lak).

Annað sem hver og einn telur nauðsynlegt.

Dagskrá:

Föstudagur 10. maí
18:00 Svæðið opnar – Gestir koma sér fyrir, hver fjölskylda finnur sitt herbergi
19:00 Kvöldverður
20:00

Stutt ganga um svæðið

Íþróttahúsið opið

Bátar ef veður leyfir
21:00 Kvöldvaka í Gamla Skála
– Kvöldhressing
– Bænastund í kapellu
– Íþróttahúsið opið

Laugardagur 11. maí
08:30 Vakið
09:00 Morgunverður
09:30 Morgunstund
– Biblíulestur

– Fræðslu- og spjallstund mæðra / leikstund fyrir börnin á sama tíma
12:00 Hádegismatur
13:00

– Bátar ef veður leyfir
– Gönguferð
– Föndursmiðjan
– Íþróttahúsið opið
15:00 Síðdegiskaffi
15:30
– Íþróttir og leikir í íþróttahúsi

– Undirbúningur f. hæfileikasýningu á kvöldvöku
– Heitir pottar við íþróttahús
18:30 Hátíðarkvöldverður – veislukvöld
19:30 Kvöldvaka
21:00
– Kvöldhressing
– Kvöldganga / Bænastund
– Afslöppun í sal Birkiskála

Sunnudagur 12. maí
Frá kl. 09:00 – 10:30 Morgunverður
10:00

Íþróttahúsið opið
Útivera
11:45  Lokastund
12:30 Hádegismatur
Brottför