Fyrir fermingarbörn og feður þeirra
Samstarfsverkefni sóknanna í Kjalarnessprófastsdæmi og Skógarmanna KFUM í Vatnaskógi
PABBAHELGI? HVAÐ ER NÚ ÞAÐ? Pabbahelgi er nýjung í fermingarstarfi sóknanna í Kjalarnesprófastsdæmi. Hér er um að ræða helgarsamveru þar sem fermingarbörn bjóða feðrum sínum, öfum, stjúpum eða öðrum fullorðnum (18+) karlmanni sem er mikilvægur í lífi viðkomandi. Hafa má fleiri en einn með og því gætu nokkrar kynslóðir komið saman. Margir feður og afar eiga góðar minningar úr Vatnaskógi úr eigin æsku og því fá margir fiðring yfir svona tilboði. Þetta tilraunaverkefni er samstarf sóknanna í prófastsdæminu.
HVAÐ VERÐUR GERT? Dagskráin í Vatnaskógi verður fjölbreytt. Samanstendur af kvöldvökum með söng, skemmtiatriðum og hugvekju, morgunstund með fræðslu við allra hæfi, pabbastund, frjálsum tíma með útivist, íþróttum, dundi, heitum pottum, fjöri eða rólegheitum, allt eftir vilja hvers og eins.
TILGANGUR? Tilgangur þessarar helgar er að efla tengsl fermingarbarna við helstu karlkynsfyrirmyndir í sínu lífi. Fermingarbörnin fá tækifæri til að taka mikilvægasta karlmanninn í sínu lífi á þann stað þar sem góðar minningar sköpuðust á fermingarnámskeiðinu í haust.
GISTING OG AÐSTAÐA. Í Vatnaskógi eru 4-8 manna herbergi. Reynt er að tryggja að hvert „sett“ eða vinasett geti verið saman í herbergi til að koma sem flestum að. Við skráningu er snjallt að taka fram ef þið viljið vera með einhverjum ákveðnum í herbergi. Í Vatnaskógi er íþróttahús, heitir pottar, borðtennis, billiard, fótboltaspil, bókasafn, leikaraföt, arinn, kapella, risastór skógur, skemmtilegar gönguleiðir og fleira og fleira.
VETUR Í VATNASKÓGI. Í febrúar er vetur í Vatnaskógi. Oft er snjór. Hafa má vélsleða með ef vill og veður leyfir. Aðeins löglega skráðir vélsleðar koma til greina og ökumenn með réttindi. Eins má hafa skauta ef vatnið er með sléttum ís. Þá er jafnvel hægt að dorga.
FARANGUR. Hafa skal með lak, sæng eða svefnpoka, kodda, tannbursta oþh, góð inni og útiföt, snyrtileg föt fyrir veislukvöld á laugardeginum, sund- og íþróttaföt og annað sem heppilegt er fyrir íslenskt vetrarveður.
TÍMI. Mæting í Vatnaskóg föstudaginn 1. febrúar milli kl. 18 og 19. Gert er ráð fyrir að fólk komi á einkabílum. Ekið er gegnum Hvalfjarðargöng og beygt til hægri inn Hvalfjörð skammt frá Laxá í Leirársveit. Beygt til vinstri við Hótel Glym og ekið yfir hálsinn. Öllu jöfnu er vegurinn ruddur. Dagskrá lýkur á sunnudegi eftir hádegisverð um kl. 13.00.
SKRÁNING OG VERÐ. Verð á mann er kr. 14.000. Innifalið er öll aðstaða og allur matur frá kvöldmat á föstudegi til og með hádegisverði á sunnudagi.
Hægt að skrá sig með því að smella hérna: https://sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1330 Síðasti skráningardagur er 15. janúar
Allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður flokksins sr. Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur í Útskálaprestakalli og Skógarmaður s. 8952243 eða með netpósti srsgs@simnet.is