Sumarbúðir KFUM og KFUK í Kaldárseli óska eftir staðarhaldara í 10% starf.
Vegna aukinnar notkunar á húsum Kaldæinga er þörf á að ráða staðarhaldara til að sinna ýmsum verkefnum sem þar koma upp. Helstu verkefni yrðu að sinna viðhaldi á húsnæði og eignum Kaldársels ásamt því að vinna verkefni sem stjórn Kaldársels finnur hverju sinni. Um er að ræða starf með sveigjanlegan vinnutíma.
Umsóknir sendist á kaldarsel@kfum.is fyrir 20. september 2018.