Útivistarhópur KFUM og KFUK mun standa fyrir stuttri kvöldgöngu fimmtudagskvöldið 16. ágúst.

Guðmundur Jóhannsson mun leiða gönguna og staldra við á stöðum sem tengjast sögu KFUM og KFUK og skyldra félaga. Gangan hefst kl. 19:30 í portinu við Amtmannsstíg 2b, sem nú tilheyrir Menntaskólanum í Reykjavík. Gengið verður um 2-3 km um miðbæinn og Þingholtin. Að því loknu verður sest inn í Hressingarskálann í Austurstræti 20.

Hér er beinn linkur á viðburðinn í gegnum FB:
https://www.facebook.com/events/300176023865595/

 

Allir hjartanlega velkomnir!