Fundarboð
Samkirkjulegur vinnuhópur fyrir margföldun lærisveina og lífræna kirkju* býður þér á
Samfélags- og hugflæðifund um
„Innflytjendur, hælisleitendur og framtíð kristni á Íslandi“
Fundurinn verður haldinn í Safnaðarheimili Laugarneskirkju miðvikudaginn, 9. maí n.k., klukkan 16:30 – 19:00.
Dr. Kjartan Jónsson flytur stutt erindi og Dr. Gregory Aikins leiðir að því loknu samtal um spurninguna „Hvernig eigum við að bregðast við þeim tækifærum sem þessar breyttu aðstæður skapa?“ Við fáum tækifæri til að kynnast betur yfir léttri hressingu og eigum loks sameiginlega bænastund um efnið.
* Markmið okkar eru að stuðla að:
- Lífrænum kirkjuvexti
- Margföldun fylgjanda Jesú Krists
- Einingu og samstöðu kristins fólks í landinu
Skráning fer fram á vefsíðu LífsGæða – www.lifsgaedi.is.
Fyrir hönd stýrishópsins,
Auður Pálsdóttir, Bjarni Karlsson, Gregory Aikins, Hjalti Jón Sverrisson, Kjartan Jónsson, og María Ágústsdóttir