Opið hús frá kl 17:00 með eftirmiðdagshressingu og fundur hefst kl 17.30 á Holtavegi 28.
Það eru saumaklúbbsvinkonur sem sjá um fundinn um nýlesnar bækur og veitingar á þriðjudaginn.
Upphafsorð og bæn hefur Jenna K. Bogadóttir. Þær María Aðalsteinsdóttir og Guðrún Jónsdóttir segja frá bókum sem þær hafa lesið nýlega. Hugleiðingu annast Margrét K. Möller ásamt því að stjórna fundi. Sigríður Magnúsdóttir spilar undir söng.
Fundurinn er opinn öllum konum sem eru hvattar til að koma og eiga góða og uppbyggilega stund saman.