Eins og eflaust flestir hafa tekið eftir er veðurspáin fyrir helgina fremur snjómikil og margir foreldrar/forráðamenn búnir að hafa samband vegna þess.

Eftir að hafa ráðfært sig við reynda aðila og rýnt í veðurspár, sjáum við ekki ástæðu til þess að fresta ferðinni. 
Rútuferðirnar bæði á föstudag og sunnudag verða farnar, nema spár breytist frekar. Ljóst er að laugardagurinn verður fremur vind- og snjómikill en það kemur ekki til með að hafa áhrif á mótið.

Engu að síður skal tekið fram að við munum ekki æða út í snælduvitlaust veður.

Hlökkum til að sjá ykkur og góða ferð!

Ýmsar fleiri upplýsingar:

http://www.kfum.is/vetrarstarf/aeskulydsmotid-fridrik/