Þann 15. febrúar verður hinn árlegi hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK. Nýir félagar verða þá boðnir velkomnir í félagið samkvæmt gamalli og fallegri hefð.  Fundurinn verður skemmtilegur og glæsilegur að vanda. Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna, gera sér glaðan dag og taka nýju félagsfólki opnum örmum.

Á boðstólum verður glæsilegur matur frá Yndisauka:

Pestókjúklingur með grilluðum tómat, basmati grjónum og fersku salati.
Rosaleg brownie bökuð af einstakri ást, fullt, fullt ,fullt af súkkulaði og smá af hnetum. 

Einnig verður í boði grænmetisréttur og eru þeir sem vilja hann beðnir um að láta vita við skráningu.

Veislustjóri: Guðni Már Harðarson.

Orð og bæn: Guðrún Kristjánsdóttir.

Hugvekja: Sr. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir.

Tónlistaratriði: Jóhanna Elísa Skúladóttir.

 

Fundurinn verður haldinn að félagsheimili KFUM og KFUK að Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Húsið opnar kl. 18:30 og dagskrá hefst með kvöldverði kl. 19:00.

Verð er 4.900 kr og skráning fer fram hér eða í síma: 588 8899 eða í tölvupósti bylgja@kfum.is