Fyrir viku síðan opnaði fyrir skráningu í sumarbúðir og á leikjanámskeið KFUM og KFUK. Viðbrögðin hafa verið stórkostleg og á aðeins 7 sólarhringum hafa verið skráð yfir eitt þúsund börn. Það er þó ekki svo að allt sé orðið fullt því framboðið er mikið og fjölbreytt enda rekur KFUM og KFUK sumarbúðir á fimm stöðum á landinu og býður upp á leikjanámskeið bæði í Kópavogi og í Reyjanesbæ.
Sumarstarf KFUM og KFUK byggir á mjög langri og farsællri reynslu og í dag er allt gert til að tryggja öryggi og velferð barnanna og lykillinn að góðri aðsókn eru ánægð og sæl börn sem koma aftur og aftur til að upplifa sannkallað sumarævintýri þar sem fjölmargt er hægt að gera og læra í öruggu umhverfi.
Allar frekari upplýsingar um sumarstarf KFUM og KFUK má finna á heimasíðu félagsins, www.kfum.is. Skráning fer fram í gegnum netið eða á þjónustumiðstöð Holtavegi 28, Reykjavík sem er opin alla virka daga kl. 9-17. Einnig er hægt að skrá í gegnum síma í númerið 588-8899.