Yfirskrift AD KFUK fundarins á þriðjudagskvöldið 31. janúar er Er það virkilega satt?
Bjarni Karlsson prestur segir frá doktorsrannsókn sem hann vinnur að við HÍ á sviði siðfræði. Spurningin sem hann ber fram og svarar verður þessi: Er hægt að útrýma fátækt?
Ásta Jónsdóttir byrjar fundinn með Guðsorði og bæn. Hugleiðing kvöldsins er í höndum Helgu Kolbeinsdóttur guðfræðings.
Kristín Sverrisdóttir stjórnar og Sigríður Magnúsdóttir spilar undir söng. Kristín Axelsdóttir sér um veitingar og kaffi.
Fundurinn fer fram á Holtavegi 28 kl. 20 og allar konur eru hjartanlega velkomnar.